Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
banner
   lau 27. maí 2023 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varar Man Utd við því að fá Neymar - „Prímadonna"
Mynd: Getty Images

Rene Meulensteen fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson varar sína fyrrum félaga við því að næla í Neymar.


Brasilíski leikmaðurinn er að öllum líkindum á förum frá PSG í sumar og hefur Manchester United verið nefnt til sögunnar.

„Ég hef mínar efasemdir um hann því hann er auðvitað klassa leikmaður en hann er líka prímadonna," sagði Meulensteen.

Neymar hefur leikið með Barcelona í spænsku deildinni og með PSG í Frakklandi en Meulensteen varar leikmanninn við ensku úrvalsdeildinni.

„Hann hefur aldrei spilað í úrvalsdeildinni, að spila á Spáni og í Frakklandi er allt annað. Hans besta staða er á vinstri kanntinum og þar er Rashford," sagði Meulensteen.


Athugasemdir
banner