Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júní 2022 11:40
Fótbolti.net
Lið 8. umferðar - Gonzalo Zamorano bestur í deildinni
Lengjudeildin
Gonzalo Zamorano hefur verið valinn fjórum sinnum í lið umferðarinnar.
Gonzalo Zamorano hefur verið valinn fjórum sinnum í lið umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson var magnaður.
Aron Elí Sævarsson var magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, valdi Gonzalo Zamorano hjá Selfossi sem besta leikmann Lengjudeildarinnar hingað til. Gonzalo er í fjórða sinn í úrvalsliðinu eftir 8. umferð deildarinnar.

„Var líflegur allan leikinn og setti mikilvægt mark í enda fyrri hálfleiks og lagði síðan upp sjálfsmarkið," skrifaði Logi Freyr Gissurarson um frammistöðu Zamorano í 2-0 sigri gegn Fjölni.

Chris Jastrzembski, varnarmaður Selfoss, er einnig í úrvalsliðinu eftir þann leik en Selfyssingar tróna á toppi deildarinnar.



HK er í öðru sæti Lengjudeildarinnar en liðið vann 3-1 sigur gegn Kórdrengjum. Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvívegis í leiknum og Valgeir Valgeirsson er einnig í úrvalsliðinu eftir frábæra frammistöðu.

Fylkismenn sem eru í þriðja sæti gerðu góða fer á Seltjarnarnesið og unnu 5-2 útisigur gegn Gróttu. Ólafur Kristófer Helgason markvörður Fylkis var valinn maður leiksins og þá er Þórður Gunnar Hafþórsson einnig í liðinu en hann var meðal markaskorara.

Vestri náði að tengja saman sigra með því að vinna endurkomusigur gegn Grindavík 2-1. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar en þetta var fyrsti tapleikur Grindvíkinga í sumar. Elmar Atli Garðarsson skoraði sigurmarkið í leiknum og Sergine Fall er einnig í úrvalsliðinu.

Andy Pew er í liðinu eftir 1-1 jafntefli gegn KV í botnbaráttuslagnum og þá er Afturelding með tvo fulltrúa eftir öflugan 4-1 sigur gegn Þór. Aron Elí Sævarsson átti magnaðan leik í vinstri bakverðinum, skoraði tvö mörk og bjó að auki til fjórða markið. Pedro Vazquez var síógnandi og er einnig í úrvalsliðinu.

Síðar í dag verður opinberað hver er leikmaður umferðarinnar.

Sjá einnig:
Leikmaður 7. umferðar - Bruno Soares (HK)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Axel Guðjónsson (KV)
Leikmaður 5. umferðar - Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Leikmaður 4. umferðar - Kjartan Kári Halldórsson (Grótta)
Leikmaður 3. umferðar - Þórir Rafn Þórisson (Kórdrengir)
Leikmaður 2. umferðar - Dofri Snorrason (Fjölnir)
Leikmaður 1. umferðar - Luke Rae (Grótta)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner