Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. september 2020 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championhsip: Bristol og Reading efst - B'mouth vann Norwich
Markaskorarinn er lengst til vinstri.
Markaskorarinn er lengst til vinstri.
Mynd: Getty Images
Bristol City er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir af ensku Championship deildinni. Það er ljóst eftir 2-0 sigur á Sheffield Wednesday í dag.

Þeir Tommy Rowe og Jamie Paterson skoruðu mörkin í seinni hálfleik, mark Paterson kom á 92. mínútu leiksins. Liðið er með níu stig líkt og Reading.

Í fjórða sæti er svo Bournemouth með sjö stig. Bournemouth tók á móti Norwich í dag og skoraði Arnaut Danjuma eina mark leiksins. Leikurinn var uppgjör milli tveggja liða sem féllu úr úrvalsdeildinni í sumar.

Þremur umferðum í Championship deildinni er nú lokið.

Bournemouth 1 - 0 Norwich
1-0 Arnaut Groeneveld Danjuma ('35 )

Bristol City 2 - 0 Sheffield Wed
1-0 Tommy Rowe ('60 )
2-0 Jamie Paterson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner