Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 08:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is | Århus Stiftsti­dende 
Segir Jón Dag mest pirrandi leikmann dönsku deildarinnar
Jón Dagur í leik gegn Silkeborg á dögunum.
Jón Dagur í leik gegn Silkeborg á dögunum.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur fær að líta gula spjaldið.
Jón Dagur fær að líta gula spjaldið.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF, er svo sannarlega umtalaður í danska boltanum en Århus Stiftsti­dende birti áhugaverða grein um íslenska landsliðsmanninn.

Fjallað er um að meðal samherja og stuðningsmanna AGF sé Jón Dagur feikilega vinsæll. Oliver Lund samherji hans talar um hversu öflugur Jón Dagur er með boltann og hættulegur í stöðunni einn gegn einum. Hann sé klókur, með mikla tækni og sköpunarmátt sem geri andstæðingum erfitt fyrir.

En Jón Dagur hefur einnig fengið talsverða gagnrýni og verið sakaður um leikaraskap. Kenneth Emil Petersen, sparkspekingur í danska sjónvarpinu, segir að Jón Dagur sé mest pirrandi leikmaður deildarinnar.

„Það eru bara stuðnings­menn AGF sem standa með hon­um. All­ir aðrir eru bún­ir að fá nóg af Jóni því hann fer í taug­arn­ar á mönn­um. Ég var sjálf­ur leikmaður sem marg­ir þoldu ekki en ég kemst ekki með tærn­ar þar sem hann er með hæl­ana. Öll hans fram­koma inni á vell­in­um er á þann veg," sagði Petersen á TV3 en mbl.is fjallaði um dönsku greinina.

Haft er eftir Jón Degi sjálfum að hann vilji gjarnan taka leikaraskapinn út úr sinni spilamennsku, hann hafi í leiknum gegn Silkeborg á dögunum of mikið reynt að ná í vítaspyrnu.

„Ég reyndi of mikið að ná í víta­spyrnu í leikn­um við Sil­ke­borg. Ég hélt að það yrði snert­ing og datt of snemma. Í annað skipti bjóst ég líka við snert­ingu og þar sem ég var orðinn þreytt­ur, á loka­mín­út­um leiks­ins, lét ég mig detta. Þegar ég fer yfir strikið er ég fyrst­ur til að viður­kenna það. Og þarna fór ég yfir strikið. Það er hluti af fót­bolt­an­um að gera stund­um hluti sem maður ætti ekki að gera og maður verður að taka af­leiðing­un­um af því. Ég vil gjarna hætta þessu," sagði Jón Dagur við Århus Stiftsti­dende.

AGF mætir SönderjyskE í dag og getur með sigri komist upp í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner