Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. september 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ceske Budojevice
„Oft verið sagt að ég henti hollenska boltanum vel"
Hef fulla trú á að ég vinni mig inn í byrjunarliðið þar
Hef fulla trú á að ég vinni mig inn í byrjunarliðið þar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Baldursson gekk í raðir hollenska félagsins NEC Nijmegen á láni frá Bologna í sumar. NEC hefur möguleika að kaupa Andra frá ítalska félaginu á meðan lánssamningnum stendur. Andri var á síðasta tímabili á láni hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku en sá tími einkenndist af meiðslum.

Andri ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu U21 landsliðsins í gær. Framundan hjá því liði er úrslitaleikur við Tékkland í dag um sæti á EM næsta sumar. Ísland er einu marki undir í einvíginu. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og fer fram á heimavelli Dynamo Ceske Budojevice.

„Fyrstu vikurnar í Hollandi hafa bara verið fínar, ég kom til félagsins á undirbúningstímabilinu og æfði mjög vel með liðinu. Svo lenti ég í smá óhappi, fékk einhverja sýkingu í hendina sem tók mig úr æfingum í einhverja fjóra daga út af lyfjum sem ég þurfti að fara á. Þá datt ég smá út úr þessu en er að koma mér aftur inn í þetta og hef fulla trú á að ég vinni mig inn í byrjunarliðið þar. Vonandi næ ég að spila leik eftir leik," sagði Andri.

Af hverju Holland?

„Boltinn í Hollandi heillar mig mjög mikið. Það hefur oft verið sagt að ég henti hollenska boltanum vel. Mér finnst mjög gaman að spila fótbolta og halda boltanum með jörðinni. Ég sé mikinn mun á hollensku deildinni og t.d. dönsku þegar kemur að æfingum. Það er miklu meira haldið í boltann (possession), mikið um sendingar og allt þetta sem ég er mjög hrifinn af. Maður bætir sig klárlega í þessu umhverfi. Ég held að þetta hafi bara verið mjög gott skref á þessum tíma. Vonandi næ ég bara að vinna mig inn í liðið og spila reglulega," sagði Andri.

Viðtalið við hann mjá sjá hér neðst í fréttinni.
Andri Fannar: Veit hvað ég get og þarf að reyna sýna það oftar
Athugasemdir
banner
banner
banner