Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. október 2020 19:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð, Noregur og Danmörk á EM (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norska kvennalandsliðið tryggði sér í dag sæti á lokakeppni EM sem fram fer á Englandi. Noregur vann 1-0 sigur á Wales og mun enda í toppsæti C-riðils. María Þórisdóttir lék allan leikinn með norska liðinu en hún er dóttir Þóris Hergeirssonar, handboltaþjálfara.

Danmörk er þá öruggt með sæti í lokakeppninni eftir 1-3 sigur á Ítalíu í dag. Danmörk er með sex stiga forskot þegar tveir leikir eru eftir hjá Ítalíu sem á leik til góða á Danmörku og liðin eiga eftir að mætast aftur innbyrðis. Danmörk á þá einnig nokkuð mörg mörk til góða á Ítalíu.

Fari það á þann veg að ítalska liðið vinni báða leikina með nægilega mörgum mörkum þá er staðan þannig að danska liðið verður alltaf eitt af þremur efstu liðunum í 2. sæti, í versta falli með þrjú töpuð stig. Þrjú lið fara beint í lokakeppnina sem bestu liðin af þeim sem enduðu í 2. sæti síns riðils.

Sænska liðið vann það íslenska í Gautaborg í kvöld og komst með því í lokakeppnina.

Áður var þýska liðið og það hollenska komið í lokakeppnina ásamt Englandi sem heldur keppnina.

Ítalía 1 - 3 Danmörk

Svíþjóð 2 - 0 Ísland

Wales 0 - 1 Noregur
Athugasemdir
banner
banner
banner