Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
   fim 27. október 2022 12:28
Elvar Geir Magnússon
Bak við tjöldin við gerð Skjaldarins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn eftir leik gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar.

Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni fáum við að skyggnast bakvið tjöldin við gerð skjaldarins, allt frá hugmynd til hönnunar og framleiðslu.

Skjöldurinn er gjöf frá Norðuráli og vekur athygli að hann er steyptur úr áli og er alfarið íslensk framleiðsla.

„Í hönnunarferlinu kom upp sú hugmynd að steypa skjöldinn úr íslensku áli. Við höfðum samband við Norðurál sem tók mjög vel í hugmyndina og bauðst til þess að kosta gerð skjaldarins sem við erum mjög þakklát fyrir. Skjöldurinn er gerður úr Natur-Al áli sem Norðurál framleiðir, en það er grænasta áli í heimi og kolefnissporið er innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu," segir Björn Þór Ingason markaðssstjóri ÍTF

Á bakhlið skjaldarins verða rituð nöfn allra meistara frá upphafi og gert er ráð fyrir því að hægt sé að veita skjöldin allt til ársins 2111.

„Innblástur vörumerkis Bestu deildarinnar og skjaldarins kemur nánast að öllu leyti frá merki sem grafið var í fyrsta Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 1912. Okkur fannst það skemmtilegt að hugsa þennan skjöld sem ákveðið framhald af fyrsta bikarnum og því vildum við að hafa alla meistara frá upphafi á bakhlið skjaldarins," segir Björn Þór.
Athugasemdir