Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   fim 27. október 2022 12:28
Elvar Geir Magnússon
Bak við tjöldin við gerð Skjaldarins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn eftir leik gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar.

Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni fáum við að skyggnast bakvið tjöldin við gerð skjaldarins, allt frá hugmynd til hönnunar og framleiðslu.

Skjöldurinn er gjöf frá Norðuráli og vekur athygli að hann er steyptur úr áli og er alfarið íslensk framleiðsla.

„Í hönnunarferlinu kom upp sú hugmynd að steypa skjöldinn úr íslensku áli. Við höfðum samband við Norðurál sem tók mjög vel í hugmyndina og bauðst til þess að kosta gerð skjaldarins sem við erum mjög þakklát fyrir. Skjöldurinn er gerður úr Natur-Al áli sem Norðurál framleiðir, en það er grænasta áli í heimi og kolefnissporið er innan við fjórðungur af heimsmeðaltalinu," segir Björn Þór Ingason markaðssstjóri ÍTF

Á bakhlið skjaldarins verða rituð nöfn allra meistara frá upphafi og gert er ráð fyrir því að hægt sé að veita skjöldin allt til ársins 2111.

„Innblástur vörumerkis Bestu deildarinnar og skjaldarins kemur nánast að öllu leyti frá merki sem grafið var í fyrsta Íslandsmeistaratitilinn frá árinu 1912. Okkur fannst það skemmtilegt að hugsa þennan skjöld sem ákveðið framhald af fyrsta bikarnum og því vildum við að hafa alla meistara frá upphafi á bakhlið skjaldarins," segir Björn Þór.
Athugasemdir
banner