Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 27. október 2024 22:07
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við erum búnir að vera bara helvíti flottir í að einblína á okkur, erum á dúndur rönni og erum bara geggjað lið." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 og þeir urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Vikan var algjör þjáning. Það er bara þangað til það er stutt í leik þá verður þetta svona rútíneraðara. Svo leið mér bara frábærlega í dag og mér fannst það bara sýnast. Spennustigið var 'spot on' í dag."

Víkingur og Breiðablik hafa keppt um titla mörg ár í röð núna en aldrei hafa þessi lið mæst í lokaleik Íslandsmótsins sem skerir úr um hver vinnur titilinn.

„Þetta er svolítið epísk sögulina, og mjög verðugir andstæðingar að fá í svona hreinan úrslitaleik. Þetta er bara meiriháttar allt saman."

Blika stuðningsmenn eiga hrós skilið því þeir sungu allan leikinn og studdu sitt lið að fullu.

„Maður smitaðist bara af stemningunni og þetta var bara ótrúlega gaman, fyrst og fremst."

Blikar voru svekktir eftir síðasta tímabil þar sem þeir náðu aldrei almennilega að gera atlögu að titlinum en bættu svo sannarlega fyrir það í ár.

„Það var eitthvað sem við sáum strax á undirbúningstímabilinu að við ætluðum að svara fyrir okkur hvernig deildin fór frá okkur í fyrra. Við heldur betur gerðum það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner