Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   sun 27. október 2024 22:07
Haraldur Örn Haraldsson
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Við erum búnir að vera bara helvíti flottir í að einblína á okkur, erum á dúndur rönni og erum bara geggjað lið." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir að liðið hans vann Víkinga 3-0 og þeir urðu þar af leiðandi Íslandsmeistarar.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Vikan var algjör þjáning. Það er bara þangað til það er stutt í leik þá verður þetta svona rútíneraðara. Svo leið mér bara frábærlega í dag og mér fannst það bara sýnast. Spennustigið var 'spot on' í dag."

Víkingur og Breiðablik hafa keppt um titla mörg ár í röð núna en aldrei hafa þessi lið mæst í lokaleik Íslandsmótsins sem skerir úr um hver vinnur titilinn.

„Þetta er svolítið epísk sögulina, og mjög verðugir andstæðingar að fá í svona hreinan úrslitaleik. Þetta er bara meiriháttar allt saman."

Blika stuðningsmenn eiga hrós skilið því þeir sungu allan leikinn og studdu sitt lið að fullu.

„Maður smitaðist bara af stemningunni og þetta var bara ótrúlega gaman, fyrst og fremst."

Blikar voru svekktir eftir síðasta tímabil þar sem þeir náðu aldrei almennilega að gera atlögu að titlinum en bættu svo sannarlega fyrir það í ár.

„Það var eitthvað sem við sáum strax á undirbúningstímabilinu að við ætluðum að svara fyrir okkur hvernig deildin fór frá okkur í fyrra. Við heldur betur gerðum það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner