Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   sun 27. október 2024 19:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingvelli
Ótrúleg tölfræði í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er hálfleikur í úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn og staðan er 0-1 fyrir gestina úr Kópavogi, Ísak Snær Þorvaldsson skoraði markið sem skilur liðin að.

Það er búin að vera mikil harka í leiknum og leikmenn beggja liða fengið aðhlynningu. Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks, þurfti t.a.m. að fara af velli eftir samstuð við Erling Agnarsson.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Einn tölfræðiþáttur sem vekur athygli eftir fyrri hálfleikinn eru brot dæmd á liðin.

Víkingur hefur fengið sautján aukaspyrnur í leiknum til þessa en Breiðablik einungis tvær. Blikar hafa verið mjög agressífir í leiknum og látið finna vel fyrir sér.

Ísak Snær er eini leikmaðurinn sem er kominn með gult spjald í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner