fös 27. nóvember 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bielsa ósáttur: Verið að refsa liðum þar sem smittíðnin er hærri
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, gagnrýnir þá ákvörðun að áhorfendum verði hleypt inn á suma leikvanga á Englandi en ekki aðra.

Ákvörðun var tekin í gær að um aðra helgi mætti opna hliðin á völlum í úrvalsdeildinni en farið verður eftir smittíðni í hverjum landshluta fyrir sig hvort, og hversu margir áhorfendur mega vera í stúkunni.

Leeds er eitt þeirra svæða þar sem engir áhorfendur mega mæta á leikina. Í Liverpool og London mega allt að 2000 manns vera í stúkunni. Bielsa vill að það sama eigi yfir alla að ganga.

„Annað hvort ætti það að vera þannig að allir mega hafa áhorfendur eða enginn. Spurningin ætti ekki að vera út í afleiðingar vegna þess að þessi er í þessum flokki og hinn í þessum. Það ætti að passa upp á að allir séu á sama grundvelli þegar kemur að hlutum sem hægt er að sjórna," sagði Bielsa í gær.

„Vera áhorfenda í stúkunni hefur áhrif á úrslitin en samt er verið að refsa liðum þar sem smittíðnin er hærri."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner