Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 27. nóvember 2021 14:26
Aksentije Milisic
England: Saka og Martinelli afgreiddu Newcastle
Martinelli fagnar marki sínu í dag.
Martinelli fagnar marki sínu í dag.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal 2 - 0 Newcastle
1-0 Bukayo Saka ('56 )
2-0 Gabriel Martinelli ('66 )

Arsenal og Newcastle United áttust við í fyrsta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur og litu fá marktækifæri dagsins ljós. Arsenal var miklu meira með boltann og sótti meira eins og við mátti búast en Newcastle varðist vel og reyndi að beita skyndisóknum.

Um miðja fyrri hálfleikinn átti Arsenal aukaspyrnu á hættulegum stað sem Martin Ödegaard tók. Martin Dubravka, sem kom inn í liðið hjá Newcastle, varði spyrnuna vel. Jonjo Shelvey átti bestu tilraun gestanna í fyrri hálfleiknum en þá átti hann hörkuskot sem Aaron Ramsdale varði vel.

Á 41. mínútu fékk Arsenal hins vegar dauðafæri. Emile Smith-Rowe átti þá skalla sem Dubravka varði út í teiginn og þar var Pierre Emerick-Aubameyang í algjöru dauðafæri en hann skaut knettinum í stöngina. Staðan því 0-0 þegar flautað var til leikhlés.

Síðari hálfleikurinn var hins vegar fjörugari og mörk litu dagsins ljós. Á 56. mínútu kom Bukayo Saka heimamönnum í forystu eftir snyrtilega sókn. Nuno Tavares laumaði þá boltanum inn á Saka sem kláraði vel. Stuttu síðar þurfti Englendingurinn ungi hins vegar að fara meiddur af velli.

Arsenal var betra liðið og hélt áfram að sækja. Newcastle vildi vítaspyrnu þegar þeim fannst brotið á Callum Wilson en ekkert var dæmt. Arsenal fór þá í sókn og átti Takehiro Tomiyasu snyrtilega sendingu á Gabriel Martinelli sem kláraði færið frábærlega. Martinelli var nýkominn inn á sem varamaður.

Meira var ekki skorað í leiknum í dag og sanngjarn sigur Arsenal staðreynd. Liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Newcastle er í neðsta sætinu, enn án sigurs.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
8 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
9 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
10 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner