Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mið 27. nóvember 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Amorim með skilaboð til Rashford: Hann verður að vilja þetta
Marcus Rashford hefur gengið erfiðlega að láta ljós sitt skína.
Marcus Rashford hefur gengið erfiðlega að láta ljós sitt skína.
Mynd: EPA
Rúben Amorim kallar eftir því að hann sýni löngun.
Rúben Amorim kallar eftir því að hann sýni löngun.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim stjóri Manchester United segir að Marcus Rashford verði að 'vilja þetta' ef hann ætli að ná sér á flug aftur með liðinu.

Það efast enginn um hæfileika Rashford og hann skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu í fyrsta leik Amorim með stjórnartaumana. Hann hefur aðeins skorað þrettán mörk frá byrjun síðasta tímabils.

Hann hefur meðal annars dottið út úr myndinni hjá enska landsliðinu.

„Ég mun reyna að hjálpa honum. Að spila sem fremsti maður er ekki besta staðan fyrir hann, sérstaklega í svona leik. Við munum reyna að finna bestu lausnina fyrir hann, eins og með aðra leikmenn. En þetta veltur samt allt á því að Marcus reyni að komast á flug aftur og þá mun hann fá hjálp frá starfsliðinu, félaginu og stuðningsmönnum því hann er Manchester United strákur. En hann verður að vilja það," segir Amorim sem kallar eftir að Rashford sýni löngun.

Rashford byrjaði fram yfir Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee í leiknum gegn Ipswich. Sagt er að æðstu menn hjá United séu þegar búnir að afskrifa Zirkzee.

„Við reynum að bæta okkur sem lið. Rasmus, Josh og Rash þurfa að skora meira. Bruno þarf meira að segja að skora meira! Amad þarf að vera betri upp við markið. Allir þurfa ða bæta sig svo við getum skorað meira. Við erum með leikmenn sem geta skorað," segir Amorim.
Athugasemdir
banner
banner
banner