Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. janúar 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bendtner og kærasta í dönskum raunveruleikaþætti
Bendtner í leik með Rosenborg á Hlíðarenda.
Bendtner í leik með Rosenborg á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nicklas Bendtner mun taka þátt í dönskum raunveruleikaþætti ásamt kærustu sinni, Philine Roepstorff.

Þættirnir heita ‘Bendtner and Philine’ og verða sýndir á Dplay, Discovery Networks.

Þættirnir munu fjalla um Bendtner, sem þarf að taka stóra ákvörðun á ferlinum, og Philine sem er módel og ferðast um heiminn, og þeirra samband.

Bendtner er félagslaus eftir stutta dvöl hjá FC Kaupmannahöfn. Danski sóknarmaðurinn var fjóra mánuði hjá FCK. Hann náði aðeins að leika níu leiki, samtals 406 mínútur. Eina mark hans var í bikarleik gegn Nordsjælland.

Bendtner leggst nú undir feld og skoðar möguleika sína, en hann hefur meðal annars íhugað að leggja skóna á hilluna.

Hinn 32 ára gamli Bendtner hefur meðal annars leikið fyrir Arsenal á ferli sínum og þá á hann yfir 80 landsleiki fyrir Danmörku.

View this post on Instagram

Zero chill

A post shared by Nicklas Bendtner (@bendtner) on


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner