Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. febrúar 2020 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Jón Dagur kom inn á í markalausu jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem varamaður er sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í markalausu jafntefli AGF gegn Hobro í dönsku úrvalsdeildinni.

Hinn 21 árs gamli Jón Dagur kom inn á fyrir Bror Blume á 83. mínútu leiksins. Hann fékk lítinn tíma til að setja mark sitt á leikinn.

Lokatölur voru 0-0 og eru það svekkjandi úrslit fyrir AGF, sérstaklega í ljósi þess að leikurinn var á heimavelli þeirra í Árósum. AGF er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar, 16 stigum frá toppliði Midtjylland.

Þetta var annar leikur AGF frá því að danska úrvalsdeildin hófst aftur eftir vetrarfrí. Jón Dagur var ónotaður varamaður í fyrsta leik AGF eftir vetrarfríið, í 2-1 sigri á Horsens. Alls hefur hann komið við sögu í 16 af 22 deildarleikjum AGF á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner