Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. febrúar 2021 20:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bessi Jóhannsson til Ólafsvíkur (Staðfest)
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Bessi Jóhannsson er genginn í raðir Víkings í Ólafsvík á láni frá Gróttu út tímabilið 2021.

Bessi er miðjumaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hann er fæddur árið 1996 og lék hann í dag sinn fyrsta leik fyrir Ólsara þegar Víkingur mætti Val í Lengjubikarnum.

Bessi er uppalinn hjá Gróttu en lék einnig með KR í 2. flokki. Hann hafði leikið með Gróttu, Kríu og KH í meistaraflokki áður en hann fór til Njarðvíkur að láni í fyrra.

Bessi var þá hjá U19 liði Ljungskile í Svíþjóð í eitt ár.

„Við bjóðum Bessa velkominn til Ólafsvíkur," segir í tilkynningu Ólsara.
Athugasemdir
banner
banner
banner