Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 16:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Fyrrum leikmenn Man Utd sáu Genoa
Sanchez og Lukaku skoruðu báðir.
Sanchez og Lukaku skoruðu báðir.
Mynd: Getty Images
Inter er með sjö stiga forystu á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan heimasigur gegn Genoa í dag.

Þrír fyrrum leikmenn Manchester United voru á skotskónum fyrir Inter í leiknum; Romelu Lukaku, Matteo Darmian og Alexis Sanchez. Lokaniðurstaðan var 3-0 sigur Inter sem er með 56 stig á toppnum, sjö stigum meira en AC Milan. Milan á þó leik til góða í kvöld gegn Roma og getur þar saxað á forskot Inter.

Það eru þrír aðrir leikir búnir í dag. Atalanta hafði betur gegn Sampdoria og situr í fjórða sæti. Cagliari fór með sigur af hólmi gegn botnliði Crotone og er núna tveimur stigum frá öruggu sæti. Og þá hafði Udinese betur gegn Fiorentina, 1-0. Udinese er í 13. sæti og Fiorentina í 14. sæti.

Sampdoria 0 - 2 Atalanta
0-1 Ruslan Malinovsky ('40 )
0-2 Robin Gosens ('70 )

Crotone 0 - 2 Cagliari
0-1 Leonardo Pavoletti ('56 )
0-2 Joao Pedro ('60 , víti)
Rautt spjald: Babis Lykogiannis, Cagliari ('75)

Udinese 1 - 0 Fiorentina
1-0 Ilija Nestorovski ('86 )

Inter 3 - 0 Genoa
1-0 Romelu Lukaku ('1 )
2-0 Matteo Darmian ('69 )
3-0 Alexis Sanchez ('77 )

Leikir kvöldsins:
17:00 Napoli - Benevento (Stöð 2 Sport 4)
19:45 Roma - Milan (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner