Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. febrúar 2021 14:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur sagður sá 43. launahæsti í Danmörku
Jón Dagur er fyrirliði U21 landsliðsins.
Jón Dagur er fyrirliði U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði U21 landsliðsins, er 43. launahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar samkvæmt danska fjölmiðlinum Ekstrabladet.

Ekstrabladet er að uppljóstra um 50 launahæstu leikmenn dönsku úrvalsdeildarinnar.

Jón Dagur er þar númer 43 en hann er á mála hjá AGF í Árósum.

AGF er sem stendur í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar en liðið á leik gegn FC Kaupmannahöfn í dag. FCK, sem er í fjórða sæti, á átta af tíu launahæstu leikmönnum deildarinnar. Jón Dagur er í byrjunarliði AGF í dag.

Jón Dagur gekk í raðir AGF frá Fulham á Englandi í júní 2019. AGF samdi við hann eftir að hann hafði staðið sig vel á láni hjá danska liðinu Vendsyssel. Hann er búinn að eiga mjög gott tímabil með AGF og skorað fimm mörk í 17 deildarleikjum.

Jón Dagur á að baki sex A-landsleiki fyrir Ísland og eitt landsliðsmark.


Athugasemdir
banner
banner