Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 28. febrúar 2021 21:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Lúmskt hjá Chelsea að setja það á heimasíðuna"
Mynd: Getty Images
„Ég vil ekki vera valdur af frekari deilum en þetta er ekki rétt að þetta sé svona, er það?" spurði Ole Gunnar Solskjær í viðtali eftir leik Manchester United og Chelsea í dag. Hann var spurður út í umræðuna með United og vítaspyrnur, hvort það væri að hafa áhrif.

„Þetta eru öll þessi utanaðkomandi áhrif, VAR tal frá þessum stað hér um Harry, það er lúmskt að setja það á heimasíðuna, það hefur áhrif á dómarana. Þú getur lesið hvað er sagt um Harry Maguire, pressan er sett á dómarana að gefa víti á móti okkur," sagði Solskjær og vitnar í það að leikmenn og stuðningsmenn Chelsea voru virkilega ósáttir að fá ekki vítaspyrnu þegar Harry Maguire braut af sér inn á eigin vítateig í fyrri leik þessara liða.

„Við höfum séð stjóra, var það Frank sem byrjaði með þetta? Það er mikið talað um að við séum að fá vítaspyrnur þegar það er ekki neinn vafi, bara nákvæmlega enginn."

„Og svo núna í dag, við hefðum átt að fá víti. Það er eins augljóst og það verður,"
sagði Solskjær.



Sjá einnig:
Solskjær: Ég hlýt að vera blindur
Hudson-Odoi handlék boltann innan teigs en ekkert dæmt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner