Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   sun 28. febrúar 2021 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wilder hreinskilinn: Ekki með gæðin til að vera samkeppnishæfir
„Þú verður að vera upp á þitt besta til að vinna Liverpool. Þeir eru eitt besta lið Englands og Evrópu. Þú verður að vera með þína bestu menn klára í verkefnið og á góðu skriði. Því miður, eins og staðan er núna, þá erum við ekki á þeim stað," sagði hreinskilinn Chris Wilder, stjóri Sheffield United, eftir 0-2 tap gegn Liverpool í kvöld.

„Það er alltaf andi í liðinu. Ég horfi á leikmenn inn í klefa og það er allt gefið í verkefnið. Þetta er rosalega erfitt verkefni fyrir þá því tímabilið hefur verið brekka."

„Við komum upp, stóðum okkur betur en nokkur þorði að vona og það er hafsjór á milli þegar breidd liðana er skoðuð."

„Stefna okkar er að vera í 17. sæti og kaupa bestu leikmennina úr Championship, þannig félag vilum við vera. Það er of mikið bil á milli okkar og félaganna sem eru stabíl úrvalsdeildarfélög."

„Stundum ertu ekki nógu góður og ert ekki með nóg til að vera samkeppnishæfur. Á þessari stundu erum við ekki með gæðin,"
sagði Wilder.

Sheffield er fimmtán stigum frá öruggu sæti sem stendur.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner