Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. mars 2021 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Glórulaus framkvæmd" að hafa Jón Daða einan frammi
Icelandair
Jón Daði í leiknum í dag.
Jón Daði í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað einn sem fremsti sóknarmaður í fyrstu tveimur leikjum í undankeppni HM 2022.

Ísland tapaði báðum þessum leikjum, 3-0 gegn Þýskalandi og 2-0 gegn Armeníu í dag.

Jón Daði er gríðarlega duglegur sóknarmaður en hann skorar ekki mikið af mörkum. Hann hefur skorað tvö mörk í 57 A-landsleikjum.

Guðjón Þórðarson, fyrrum A-landsliðsþjálfari karla, var í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í kvöld. Hann er á þeirri skoðun að það gangi ekki að vera með Jón Daða einan í fremstu víglínu.

„Jón Daði er ekki senter til að vera einn. Það er glórulaus framkvæmd," sagði Guðjón.

„Þetta er harðduglegur strákur en hann verður að hafa einhvern með sér. Hann verður að spila með einhverjum og af einhverjum," sagði hann jafnframt.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner