sun 28. mars 2021 14:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd af tæklingu Sigga Jóns upp á vegg í Armeníu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það styttist í leik A-landsliðsins gegn Armeníu í undankeppni HM. Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir íslenska liðið og leikur sem við þurfum að vinna, alveg klárlega.

Það var íslenskt veður í Armeníu í gær; það var snjór á æfingu Íslands og kalt.

Völlurinn lítur betur út í dag, en leikið er á Vazgen Zaveni leikvanginum sem tekur 14 þúsund áhorfendur. Leikvangurinn er nefndur í höfuðið á Vazgen Zaveni, fyrrum herforingja og stjórnmálamann í Armeníu.

Hægt er að sjá myndir frá vellinum hér að neðan en á gangi á vellinum má sjá myndir úr landsleikjum Armeníu í gegnum tíðina. Á einni myndinni má sjá Sigurð Jónsson tækla leikmann Armeníu í landsleik þjóðanna árið 1998. Það var fyrsta viðureign Armeníu og Íslands en sá leikur endaði 0-0. Hinir tveir leikirnir á milli Armeníu og Íslands hafa báðir endað 2-0 fyrir Ísland.

Leikurinn í dag verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner