Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. mars 2023 09:35
Elvar Geir Magnússon
Luis Díaz að snúa aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luis Díaz er farinn af æfa aftur með liði Liverpool en kólumbíski landsliðsmaðurinn hefur ekki spilað síðan hann varð fyrir meiðslum á liðböndum í hné í 3-2 tapinu gegn Arsenal í október.

Búist var við því að hann yrði frá í þrjá mánuði en í æfingabúðum í Dúbaí varð fyrir hann fyrir bakslagi.

Liverpool hefur saknað Díaz en hann var gríðarlega öflugur á síðasta tímabili eftir að hafa verið keyptur frá Porto á 50 milljónir punda.

Liverpool er að fara í mikilvæga leikjadagskrá og heimsækir Manchester City á laugardaginn. Talið er að Díaz eigi möguleika á að vera á bekknum í þeim leik. Svo á eftir koma leikir gegn Chelsea og Arsenal.

Liverpool er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á eftir Tottenham sem er í fjórða sæti en hefur leikið tveimur leikjum meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner