Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2023 18:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son vorkennir Conte - „Ég hefði átt að sýna meira"
Mynd: EPA

Antonio Conte var látinn fara frá Tottenham eftir að hafa hraunað yfir leikmenn liðsins eftir 3-3 jafntefli gegn Southampton.


Heung-Min Son, leikmaður liðsins er þessa dagana með Suður-Kóreu í landsliðsverkefni en hann tjáði sig um brottreksturinn eftir 2-1 tap landsliðsins gegn Úrúgvæ.

„Sem leikmaður þá vorkenni ég honum. Hann er heimsklassa stjóri og við fórum í frábært ferðalag saman, ég á honum mikið að þakka. Ég veit ekki hvernig hinum leikmönnunum líður en ég vorkenni honum," sagði Son.

„Ég hefði átt að sýna meira en ég gat það ekki. Ég gat ekki hjálpað liðinu og mér finnst ég bera ábyrgð því hann gerði það og fór frá félaginu."

Son hefur verið stórkostlegur í úrvalsdeildinni undanfarin ár en hann er aðeins með sex mörk og fjórar stoðsendingar á þessari leiktíð.

Son sagði einnig að hann hefði ekki áhyggjur af framtíð Conte í þjálfun. Hann muni finna sér gott starf og standa sig vel í næsta verkefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner