Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. apríl 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danny Murphy um Kean: Hann skortir gáfur
Moise Kean.
Moise Kean.
Mynd: Getty Images
Danny Murphy.
Danny Murphy.
Mynd: Getty Images
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gagnrýnt Moise Kean, sóknarmann Everton, fyrir mikla heimsku.

Kean hélt teiti heima hjá sér þrátt fyrir strangar reglur um útgöngubann í Bretlandi. Kean hélt partí í húsi sínu í Cheshire héraði og birti myndbönd í lokuðum Snapchat hóp sem rötuðu í bresk götublöð.

Samkvæmt frétt Mirror sáust ungar konur meðal annars gefa kjöltudansa í myndböndunum.

Stjórnendur Everton eru bálreiðir út í Kean og talið er að félagið muni sekta hann um 100 þúsund pund, sem samsvarar rúmlega 18 milljónum króna.

Murphy talaði um mál framherjans unga hjá Talksport og sagði: „Oft skapar frægð hugarfar sem snýst um sjálfselsku. Það er erfitt að útskýra þetta nema að þú hafir verið í þessari stöðu."

„Þú verður að taka ábyrgð á gjörðum þínum, þú verður að haga þér eins og fullorðinn einstaklingur. Ég er að segja þér frá ungum fótboltamönnum því ég var einu sinni einn slíkur. Þú gengur um og heldur að þú sért maðurinn, að þú getir gert hvað sem þú vilt... þangað til einhver kennir þér að haga þér."

Kean er ekki fyrsti úrvalsdeildarleikmaðurinn til að brjóta reglur í einangruninni. Leikmenn Arsenal og Tottenham hafa verið gagnrýndir fyrir að brjóta sömu reglur en þó ekki jafn mikið og Kyle Walker, sem fékk væna sekt fyrir að bjóða vændiskonum heim til sín. Jack Grealish var einnig gagnrýndur harkalega fyrir að fara í partí heim til fyrrum liðsfélaga síns, Ross McCormack, í síðasta mánuði.

„Það á ekki að gagnrýna Kean eins mikið og Walker. Hann er bara 20 ára. Ég er samt ekki að segja að það eigi ekki að gagnrýna hann. Hann er heimskur, er það ekki? Hann skortir gáfur."

Murphy segir jafnframt að þetta setji leiðinlegan stimpil á fótboltamenn almennt á meðan margir aðrir fótboltamenn eru að gera flotta hluti.

Kean er tvítugur sóknarmaður sem hefur átt erfitt uppdráttar frá komu sinni til Everton í fyrra. Hann kostaði 30 milljónir evra og var búist við miklu af honum. Hann hefur aðeins náð að skora eitt úrvalsdeildarmark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner