Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 28. maí 2020 18:00
Elvar Geir Magnússon
Forskot heimaliðsins horfið í Bundesligunni
Að leika fyrir framan engar áhorfendur hefur mikil áhrif á þýsku Bundesliguna. Áhugavert er að síðan boltinn byrjaði að rúlla aftur hafa aðeins komið fimm heimasigrar í 27 leikjum.

Útisigrarnir hafa verið tólf svo heimavallarforskotið virðist hafa snúist upp í andhverfu sína. Áður en keppni var frestað enduðu 36,03% leikja með útisigrum.

Þá vekur athygli að mun minna er um tæklingar og hlaup leikmanna með boltann.

Það virðist því endanlega sannað að stuðningsmenn hafa mikil áhrif á fótboltaleiki.
Athugasemdir
banner