Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 13:41
Elvar Geir Magnússon
Robertson: Ljósið í enda ganganna var að byrja að æfa aftur
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, bakvörður Liverpool, viðurkennir að hafa velt því fyrir sér hvort hægt væri að snúa aftur til æfinga til að klára tímabilið. En nú er útlit fyrir að deildin verði kláruð.

Sagt er að líklegast sé að deildin fari aftur af stað helgina 20. - 21. júní. Liverpool þarf tvo sigra til að innsigla Englandsmeistaratitilinn.

Liverpool varð síðast Englandsmeistari 1990.

„Þetta hafa verið löng 30 ára bið fyrir félagið og stuðningsmennina. Þessi aukabið kom á óvart þegar við vorum svo nálægt því að innsigla þetta," segir Robertson.

„Ljósið í enda ganganna var að komast aftur á æfingar. Um tíma hugsaði maður út í hvort það væri mögulegt. En nú erum við mættir aftur og getum horft fram á veginn."

Ljóst er að tímabilið verður klárað bak við luktar dyr.

„Væri ég til í að spila fyrir framan 55 þúsund manns á Anfield? Auðvitað. Það verður ekki sama tilfinning að vinna án áhorfenda en þetta er eitthvað sem við verðum að komast í gegnum. Vonandi getum við fagnað með stuðningsmönnum þegar tímapunkturinn er réttur. En nú þurfum við að einbeita okkur að því að klára verkefið og fá þennan bikar," segir Robertson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner