Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   sun 28. maí 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Kahn mátti ekki fagna með Bayern
Mynd: EPA
Oliver Kahn, fyrrum framkvæmdastjóra Bayern München, var bannað að fagna með liðinu er það vann þýsku deildina í gær.

Bayern tilkynnti eftir deildarsigurinn að félagið væri búið að reka Kahn og Hasan Salihamidzic, yfirmann íþróttamála.

Þeir félagarnir voru reknir fyrir ákvörðun þeirra um að reka Julian Nagelsmann í mars og ráða Thomas Tuchel en gengi liðsins var afar slakt eftir þessa breytingu og var Bayern nálægt því að kasta frá sér titlinum.

Jamal Musiala tryggði titilinn með sigurmarki á 89. mínútu og sem betur fer fyrir Bayern gerði Borussia Dortmund 2-2 jafntefli við Mainz en eftir leikinn fékk Kahn ekki að fagna með liðinu.

„Ótrúlegt! Ég verð að óska strákunum til hamingju. Ég sagði ykkur að þið mynduð taka þetta. Alltaf að gefa allt ykkar og aldrei gefast upp. Ég er ótrúlega stoltur af ykkur og þessu afreki og ég væri til í að fagna með ykkur en því miður get ég það ekki í dag því félagið bannaði mér að vera viðstaddur,“ sagði Kahn á Twitter.
Athugasemdir
banner