Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. maí 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd vill ekki greiða 55 milljónir punda fyrir Mount
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur engan áhuga á að greiða 55 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn Mason Mount. Þetta kemur fram í Independent.

Chelsea gæti misst Mount í sumar en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum og ekki útlit fyrir að hann framlengi við félagið.

Todd Boehly og félagar þurfa því að sætta sig við þann veruleika að selja hann en það hefur sett 55 milljóna punda verðmiða á kappann.

David Ornstein hjá Athletic segir að Mount hallist að Man Utd frekar en Liverpool og Arsenal. United vill þó ekki ganga að verðmiðanum. United er í mesta lagi tilbúið að greiða 30 milljónir punda.

United vill að Chelsea lækki verðmiðann og ef það gengur ekki upp er líklegt að félagið skoði aðra möguleika á miðsvæðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner