Aron Einar Gunnarsson verður ekki hluti af landsliðinu á meðan hann spilar með Þór í Lengjudeildinni. Þetta sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag.
Aron gekk á dögunum aftur í raðir uppeldisfélagsins og hefur verið að spila með liðinu í næst efstu deild á Íslandi. Það var planið hans að fara aftur út á láni og var hann orðaður við Kortrijk í Belgíu, en hann meiddist í síðasta leik gegn Leikni.
Aron gekk á dögunum aftur í raðir uppeldisfélagsins og hefur verið að spila með liðinu í næst efstu deild á Íslandi. Það var planið hans að fara aftur út á láni og var hann orðaður við Kortrijk í Belgíu, en hann meiddist í síðasta leik gegn Leikni.
„Ég hef talað við Aron. Hann hefur verið að segja mér frá því sem hann hefur verið að gera og einnig hefur hann verið að vinna með sjúkraþjálfurunum okkar," sagði Hareide á fréttamannafundi í dag.
„Hann sagði við mig að hann væri að skána og meiðslin sem voru að hrjá hann séu gott sem horfin. En núna þarf hann að endurbyggja sig til að komast aftur í landsliðsform og hann þarf líka að spila á hærra stigi ef hann ætlar að komast aftur í hópinn."
„Mér finnst það ekki nógu gott að hann sé að spila með Þór og hann þarf að leita af öðru ef hann ætlar að berjast um að komast aftur í hópinn," sagði landsliðsþjálfarinn en Aron þarf að spila á hærra stigi en í næst efstu deild á Íslandi.
Aron Einar hefur verið fyrirliði Íslands til margra ára en hann spilaði síðast með landsliðinu í nóvember á síðasta ári.
Athugasemdir