Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2020 14:30
Innkastið
Íslandsmeistararnir með þrjá sigra á heimavelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KR er í áttunda sæti í heimaleikjatöflunni. Meistaravellir eru ekkert að gefa," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

Íslandsmeistarar KR hafa einungis unnið þrjá af tíu heimaleikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar. KR á sjö leiki eftir í Pepsi Max-deildinni en einungis einn þeirra er á heimavelli.

„Þeir töpuðu sannfærandi á móti HK í byrjun móts. Gerðu jafntefli vð Fjölni, jafntefli vð Gróttu manni fleiri í 45 mínútur. Þeir töpuðu á móti Fylki í gær þegar þeir voru nýbúnir að missa sinn langbesta mann út," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu.

„Eina leiðin fyrir KR til að bjarga þessu tímabili er að verða bikarmeistari og fara í Evrópu," sagði Elvar Geir Magnússon.

KR hefur gengið mun betur á útivelli en liðið hefur einungis fengið á sig eitt mark þar í fimm leikjum. KR hefur unnið fjóra af fimm útileikjum og markatalan þar er 8:1.

Heimaleikir KR í sumar
KR 0 - 3 HK
KR 2 - 0 Víkingur R.
KR 3 - 1 Breiðablik
KR 2 - 2 Fjölnir
KR 1 - 2 FH
KR 4 - 5 Valur
KR 4 - 1 ÍA
KR 1 - 2 Stjarnan
KR 1 - 1 Grótta
KR 1 - 2 Fylkir
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Athugasemdir
banner
banner
banner