Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 28. september 2020 22:27
Aksentije Milisic
Jakob Leó hættir með Hauka (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Jakob Leó Bjarnason er hættur með kvennalið Hauka en þetta tilkynnti félagið nú í kvöld.

Jakob hefur stjórnað Haukum síðustu þrjú ár en í sumar var liðið lengi vel í baráttunni um að komast upp í efstu deild en það gekk ekki eftir og tapaði liðið bæði gegn Tindastóli og Keflavík.

Haukar gáfu út yfirlýsingu í kvöld og má sjá hana hér fyrir neðan.

„Knattspyrnudeild Hauka og Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna síðustu þriggja tímabila, hafa komist að samkomulagi þess efnis að Jakob hætti með liðið og hefur hann lokið störfum fyrir félagið.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka þakkar Jakobi fyrir hans störf í þágu Knattspyrnufélagsins Hauka og óskar honum velfarnaðar.

Knattspyrnudeild Hauka býr svo vel að búa yfir góðu starfsliði innan sinna vébanda og mun Igor Kostic, þjálfari meistaraflokks karla og yfirmaður afreksskóla knattspyrnudeildar, aðstoða við framkvæmd síðustu tveggja leikja liðsins á þessu tímabili ásamt fleiri þjálfurum deildarinnar."

Athugasemdir
banner
banner
banner