Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. september 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi ætlar annað - Bayern eltist við Kane
Powerade
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Keita á leið til Dortmund?
Keita á leið til Dortmund?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Jesper Lindström.
Jesper Lindström.
Mynd: EPA
Bæði Cristiano Ronaldo og Lionel Messi koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta sem verið er að slúðra um.




Lionel Messi er búinn að ákveða að yfirgefa Paris Saint-Germain eftir tímabilið. Hann mun hafna öllum samningstilboðum frá félaginu. (Beteve)

Harry Kane (29), fyrirliði enska landsliðsins, er aðalskotmark Bayern München á félagaskipta markaðnum. Bayern ætlar að reyna að kaupa hann frá Tottenham. (Kicker)

Newcastle er tilbúið að gera þriðja tilboðið í miðjumanninn James Maddison (25) eftir að Leicester hafnaði tilboðum upp á 40 og 45 milljónir punda í sumar. (Times)

Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, vill að Jude Bellingham (19) fari frá Borussia Dortmund til Man Utd. (Metro)

Liverpool, sem hefur líka verið orðað við Bellingham, er að skoða fleiri kosti á miðjunni og er Enzo Fernandez (21) hjá Benfica á óskalistanum. (Fichajes)

Dortmund er að fylgjast með Naby Keita (27), miðjumanni Liverpool, og gæti hann farið frítt til félagsins næsta sumar. (Star)

Chelsea mun ekki lækka 31 milljón punda verðmiða sinn á kantmanninum Christian Pulisic en Juventus er að sýna honum áhuga þessa stundina. (Calciomercato)

Meira af Chelsea. Þeir eru að ræða við Tim Steidten hjá Bayer Leverkusen um að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. (Guardian)

AC Milan er að sýna Armando Broja (21), sóknarmanni Chelsea, áhuga en félagið er að leita að sóknarmanni. (Calciomercato)

Al Hilal í Sádí-Arabíu vill meina að Cristiano Ronaldo (37), stórstjarna Manchester United, hafi sýnt því áhuga á að ganga í raðir félagsins í sumar. Ekki er útilokað að hann fari þangað í framtíðinni. (Mirror)

Danski miðjumaðurinn Jesper Lindstrom (22) hjá Eintracht Frankfurt fagnar því að félög eins og Arsenal séu að fylgjast með sér. (Tipsbladet)

Leeds er að hefja samningaviðræður við kantmanninn Jack Harrison (25). Newcastle gerði 20 milljón punda tilboð í leikmanninn í sumar, en Leeds ætlar sér að halda honum. Núgildandi samningur hans er til ársins 2024. (Football Insider)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham og PSG, var á Wembley í vikunni að horfa á leik Englands og Þýskalands. Hann hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Englendingum. (Telegraph)

Chelsea hefur rekið lækninn Thierry Laurent en Todd Boehly, eigandi Lundúnafélagsins, er að fá sitt eigið fólk inn í starfið. (Mail)

Newcastle er að fylgjast með brasilíska miðjumanninum Andrey Santos (18) sem leikur með Vasco de Gama. (Fabrizio Romano)

Sóknarmaðurinn Garang Kuol (18), sem fæddur er í Egyptalandi, er á leið til Englands þar sem hann mun ganga í raðir Newcastle. Hann kemur til félagsins frá Central Coast Mariners í Ástralíu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner