Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   fim 28. september 2023 08:36
Elvar Geir Magnússon
Inter Miami var án Messi og tapaði úrslitaleiknum - Þorleifur bikarmeistari
Lionel Messi var í stúkunni.
Lionel Messi var í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi horfði á úr áhorfendastúkunni þegar Inter Miami tapaði 2-1 gegn Houston Dynamo í bandaríska bikarúrslitaleiknum, US Open Cup.

Þessi 36 ára goðsögn fór af velli vegna meiðsla í leik gegn Toronto í síðustu viku og spilaði ekki gegn Orlando City á mánudag.

Jordi Alba varnarmaður Inter Miami missti einnig af bikarúrslitaleiknum vegna meiðsla.

Griffin Dorsey og Amine Bassi skoraði mörk Houston en Josef Martínez skoraði sárabótamark fyrir Miami í uppbótartíma. Þetta er í annað sinn á fimm árum sem Houston vinnur bikarkeppnina. Þorleifur Úlfarsson leikur með Houston en spilaði ekki þennan leik. Hann lék þrjá bikarleiki þetta tímabilið og skoraði eitt mark.

MLS-deildarkeppninni lýkur þann 21. október og úrslitakeppnin stendur frá 25. október til 9. desember. Gerardo Martino stjóri Miami segir bókað mál að Messi snúi aftur af meiðslalistanum áður en deildarkeppninni lýkur.

Inter Miami hefur ekki tapað neinum af þeim tólf leikjum sem liðið hefur spilað með Messi innanborðs. Hann hefur skorað ellefu mörk og átt fimm stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner