Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 28. október 2020 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Van de Beek og Pogba byrja
Þessir tveir byrja fyrir Manchester United.
Þessir tveir byrja fyrir Manchester United.
Mynd: Getty Images
Messi byrjar en Ronaldo er ekki með í leik Barcelona og Juventus.
Messi byrjar en Ronaldo er ekki með í leik Barcelona og Juventus.
Mynd: Getty Images
Það eru sex leikir að hefjast í Meistaradeildinni klukkan 20:00 að íslenskum tíma.

Manchester United, sem byrjaði á sigri gegn Paris Saint-Germain, tekur á móti RB Leipzig á Old Trafford. Leipzig vann Istanbul Basaksehir í sínum fyrsta leik í riðlinum.

Donny van De Beek kemur inn í byrjunarlið Man Utd, en mikið hefur verið rætt og skrifað um bekkjarsetu hans hjá liðinu eftir að hann var keyptur frá Ajax síðasta sumar. Ole Gunnar Solskjær gefur honum tækifæri og byrjar Paul Pogba einnig eftir að hafa byrjað á bekknum í síðustu þremur leikjum.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw, Matic, Pogba, Fred, Van de Beek, Greenwood, Martial.
(Varamenn: Henderson, Fosu-Mensah, Mengi, Tuanzebe, Williams, Fernandes, James, Mata, McTominay, Cavani, Ighalo, Rashford)

Byrjunarlið Leipzig: Gulasci, Halstenberg, Upamecano, Konate, Angelino, Henrichs, Kampl, Poulsen, Forsberg, Nkunku, Olmo.
(Varamenn: Tschauner, Martinez, Orban, Sabitzer, Hwang, Adams, Sorloth, Samardzic, Kluivert, Borkowski, Martel, Wosz)

Þá er stórleikur í G-riðli þar sem Juventus tekur á móti Barcelona. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi munu því miður ekki eigast við því Ronaldo er ekki með. Hann er enn með kórónuveiruna. Bæði þessi lið byrjuðu á sigri í fyrsta leik.

Byrjunarlið Juventus: Szczesny, Cuadrado, Bonucci, Demiral, Danilo, Rabiot, Bentancur, Kulusevski, Chiesa, Dybala, Morata.

Byrjunarlið Barcelona: Neto, Roberto, Araujo, Lenglet, Alba, De Jong, Pjanic, Pedri, Dembele, Griezmann, Messi.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins. Byrjunarliðin úr öllum leikjum kvöldsins má skoða á vefsíðu UEFA.

Meistaradeildin er á rásum Stöð 2 Sport
CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group F
20:00 Club Brugge - Lazio
20:00 Dortmund - Zenit

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group E
17:55 FK Krasnodar - Chelsea
20:00 Sevilla - Rennes

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group G
20:00 Ferencvaros - Dynamo K.
20:00 Juventus - Barcelona

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group H
17:55 Istanbul Basaksehir - PSG
20:00 Man Utd - RB Leipzig


Athugasemdir
banner
banner
banner