Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
banner
   lau 28. nóvember 2020 16:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Everton og Leeds: Holgate og Davies inn
Klukkan 17:30 mætast Everton og Leeds á Goodison Park í þriðja leik dagsins í ensku úrvalsdeildarinnar. Leikurinn er í beinni útsendingu á Síminn Sport.

Everton vann langþráðan sigur um síðustu helgi eftir að hafa fengið fá stig í leikjunum á undan. Leeds gerði markalaust jafntefli við Arsenal.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn Fulham. Mason Holgate og Tom Davies koma inn í liðið fyrir Lucas Digne sem er meiddur og Yerri Mina sem fer á bekkinn. Á bekknum hjá Everton er Gylfi Þór Sigurðsson.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, gerir enga breytingu á sínu lið frá leiknum gegn Arsenal.

Byrjunarlið Everton: Pickford, Holgate, Keane, Godfrey, Allan, Davies, Doucoure, Iwobi, James, Richarlison, Calvert-Lewin

(Varamenn: Lössl, Delph, Gylfi Þór, Mina, Tosun, Bernard, Gomes)

Byrjunarlið Leeds: Meslier, Ayling, Koch, Cooper, Dallas, Phillips, Klich, Raphinha, Alioski, Harrison, Bamford

(Varamenn: Casilla, Struijk, Davis, Rodrigo, Costa, Roberts, Poveda)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
14 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 8 1 1 6 6 18 -12 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir