Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   þri 28. nóvember 2023 19:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Immobile sá um Celtic - Spenna í H riðli
Mynd: EPA

Lazio er komið í góða stöðu í E riðli eftir sigur á Celtic í kvöld.


Staðan var markalaus í hálfleik en Ciro Immobile sá til þess að Lazio fór með sigur af hólmi.

Boltinn barst til Immobile þegar skammt var til leiksloka eftir að skot Isaksen fór af varnarmönnum Celtic og eftirleikurinn auðveldur fyrir framherjann. Hann bætti öðru markinu við stuttu síðar og gulltryggði sigur Lazio.

Lazio er með 10 stig á toppi riðilsins þegar liðið á einn leik eftir. Atletico Madrid og Feyenoord mætast í kvöld en með sigri Atletico fer Lazio áfram ásamt spænska liðinu.

Shakhtar Donetsk lagði Antwerp í H riðli en Shakhtar er með 9 stig rétt eins og Barcelona og Porto zem mætast á Spáni í kvöld.

Lazio 2 - 0 Celtic
1-0 Ciro Immobile ('82 )
2-0 Ciro Immobile ('85 )

Shakhtar D 1 - 0 Antwerp
1-0 Mykola Matvienko ('12 )


Athugasemdir
banner
banner