Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   lau 10. janúar 2026 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Vilja kaupa Rashford
Mynd: EPA
Spánarmeistarar Barcelona hafa tjáð föruneyti enska sóknarmannsins Marcus Rashford að það ætli sér að kaupa hann frá Manchester United. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Barcelona fékk Rashford á láni frá United síðasta sumar með möguleika á að kaupa hann fyrir 30 milljónir evra.

Rashford hafði verið í lægð og ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, en Hansi Flick, þjálfari Barcelona, sá eitthvað í Englendingnum og gaf honum tækifærið.

Sóknarmaðurinn hefur fundið sitt gamla form og komið að átján mörkum í 26 leikjum á leiktíðinni.

Romano segir að Barcelona hafi nú ákveðið að kaupa Rashford og hefur teymi hans verið tilkynnt um ákvörðunina.

Það þarf að bíða og sjá hvort Barcelona muni virkja ákvæðið í samningi hans eða hvort það reyni að fá hann á lægri upphæð þegar nær dregur sumri. Allt veltur þetta líka á fjárhagsstöðu Börsunga en það er alla vega ljóst að viljinn til að kaupa hann er til staðar

Rashford hefur verið fastamaður í enska landsliðshópnum síðan Thomas Tuchel tók við starfinu í október árið 2024.
Athugasemdir
banner
banner