Spænski varnarmaðurinn Pablo Marí er á leið til sádi-arabíska félagsins Al Hilal frá Fiorentina fyrir 2 milljónir evra en þetta segir Fabrizio Romano í dag.
Marí er 32 ára gamall miðvörður sem lék með Arsenal frá 2020 til 2023.
Hann lék þó ekki marga leiki og settu meiðsli strik í reikninginn en hann hefur eytt síðustu árum á Ítalíu.
Spánverjinn komst í fréttirnar árið 2022 er hann varð fyrir stunguárás í matvöruverslun á Ítalíu, en náði blessunarlega bata og kominn aftur í sitt gamla form.
Síðustu tvö tímabil hefur hann leikið með Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina en heldur nú til Al Hilal í Sádi-Arabíu.
Samkvæmt Romano mun hann gangast undir læknisskoðun um helgina og skrifa síðan undir hjá félaginu í kjölfarið.
Litríkur ferill hjá Marí sem hefur spilað hjá nokkrum stórum félögum en aldrei spilað A-landsleik.
Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrift með því að smella á tengilinn
Athugasemdir




