Ousmane Dembele mun hafna nýju samningstilboði frá PSG samkvæmt heimildum franska miðilsins Foot Mercato.
PSG er í viðræðum við besta leikmann heims á síðasta ári en Foot Mercato segir að Dembele vilji fá helmingi hærri laun en PSG býður honum.
PSG er í viðræðum við besta leikmann heims á síðasta ári en Foot Mercato segir að Dembele vilji fá helmingi hærri laun en PSG býður honum.
Þessi 28 ára gamli franski vængmaður gekk til liðs við PSG frá Barcelona árið 2023 en samningur hans við PSG gildir til ársins 2028.
Hann átti magnað ár í fyrra þar sem hann vann Ballon d'Or, Besti leikmaður ársins hjá FIFA og besti leikmaður ársins á Globe Soccer verðlaunahátiðinni. Hann vann allt sem hægt var að vinna með PSG nema HM félagsliða.
Athugasemdir



