Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   lau 10. janúar 2026 13:40
Brynjar Ingi Erluson
ÍA kaupir Rafael Mána frá Fjölni (Staðfest)
Rafael Máni er farinn til ÍA
Rafael Máni er farinn til ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur fest kaup á Rafael Mána Þrastarsyni frá Fjölni en þetta staðfesta Fjölnismenn í tilkynningu á heimasíðu sinni í dag.

Fótbolti.net sagði frá því í gær að ÍA væri að ganga frá kaupum á þessum unga og efnilega leikmanni og hafa vistaskiptin nú verið staðfest.

Rafael Máni er 18 ára gamall og hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 48 leiki fyrir meistaraflokk Fjölni.

Hann spilaði 12 leiki og skoraði 4 mörk í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð er Fjölnismenn féllu niður í 2. deild.

Það hefur verið talað um 12 milljóna króna verðmiða en samkvæmt heimildum Fótbolta.net var upphæðin lægri.

Rafael Máni, sem er sóknarmaður, á einn leik að baki með U19 ára landsliði Íslands.


Athugasemdir
banner