Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
banner
   lau 10. janúar 2026 13:50
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Endurkomusigur hjá Fram
Jakub Byström skoraði í sigri Fram
Jakub Byström skoraði í sigri Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar unnu góðan 3-1 sigur á Leiknismönnum í 2. umferð í A-riðli Reykjavíkurmótsins á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag.

Breiðhyltingar fengu draumabyrjun í boði Viktors Andra Péturssonar sem kom sínum mönnum í forystu á 4. mínútu leiksins en það reyndist eina mark þeirra.

Kennie Chopart jafnaði fyrir Framara eftir rúman hálftíma og staðan jöfn í hálfleik.

Framarar uppskáru sigur með tveimur mörkum á lokakaflanum frá Jakub Byström og Róberti Haukssyni, en Róbert gekk einmitt í raðir Fram frá Leikni í byrjun síðasta árs.

Flottur sigur hjá Fram sem er komið á toppinn í A-riðli með 4 stig og í ansri góðri stöðu fyrir lokaleikinn gegn Íslandsmeisturum Víkings. Leiknismenn eru áfram án stiga á botninum.
Athugasemdir
banner
banner