Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. nóvember 2024 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Di María fór fram úr Messi og er einni stoðsendingu frá því að jafna Ronaldo
Angel Di María er að eiga sturlað tímabil með Benfica
Angel Di María er að eiga sturlað tímabil með Benfica
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Angel Di María lagði upp tvö mörk í 3-2 endurkomusigri Benfica gegn Mónakó í Meistaradeild Evrópu í gær en hann er nú í öðru sæti yfir flestar stoðsendingar í keppninni.

Di María sneri aftur til Benfica eftir að hafa spilað með mörgum af bestu liðum Evrópu síðasta áratuginn.

Hann hefur farið hamförum í endurkomu sinni og komið að þrettán mörkum í sextán leikjum.

Í gær lagði hann upp jöfnunarmarkið fyrir Arthur Cabral undir lok leiks og síðan sigurmarkið fyrir Zeki Amdouni. Hann er því kominn með 41 stoðsendingu í Meistaradeildinni og nú tekið fram úr Lionel Messi.

Di María þarf aðeins eina stoðsendingu til að jafna stoðsendingamet Cristiano Ronaldo en hann hefur að minnsta kosti þrjá leiki til þess að náð því afreki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner