Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   fim 28. nóvember 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ísland haggast ekki á FIFA listanum
Icelandair
Úr landsleik Wales og Íslands.
Úr landsleik Wales og Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide.
Age Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið stendur í stað á nýútgefnum styrkleikalista FIFA, er áfram í 70. sæti. Fyrir ári síðan var Ísland í 71. sæti svo það hefur verið á þessum slóðum í nokkurn tíma.

Mótherjar Íslands í komandi umspili Þjóðadeildarinnar í mars, Kósovó, eru í 99. sæti, fara upp um tvö sæti og hafa aldrei verið ofar. Liðið sem vinnur umspilið leikur í B-deild í næstu útgáfu Þjóðadeildarinnar en liðið sem tapar verður í C-deild.

Eins og lesendur vita þá verður nýr landsliðsþjálfari með stjórnartaumana í umspilinu en Age Hareide sagði upp störfum í byrjun vikunnar.

Fimm efstu sætin á heimslistanum eru óbreytt en heimsmeistarar Argentínu tróna á toppnum. Belgía fer niður um tvö sæti en Þýskaland kemst aftur inn á topp 10 á kostnað Kólumbíu.

Topp tíu:
1. Argentína
2. Frakkland
3. Spánn
4. England
5. Brasilía
6. Portúgal
7. Holland
8. Belgía
9. Ítalía
10. Þýskaland

Liðin í kringum Ísland:
67. Norður-Makedónía
68. Georgía
69. Finnland
70. ÍSLAND
71. Norður-Írland
72. Grænhöfðaeyjar
73. Svartfjallaland
74. Bosnía
75. Hondúras
Athugasemdir
banner
banner