Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FCK segir Fabrizio Romano ekki fara með rétt mál
Roony Bardghji.
Roony Bardghji.
Mynd: EPA
FC Kaupmannahöfn þvertekur fyrir fréttir frá ítalska fjölmiðlamanninum Fabrizio Romano sem tengjast sænska ungstirninu Roony Bardghji.

Hinn 18 ára gamli Bardghji er markahæsti leikmaður FCK í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann hefur ekki spilað eina mínútu í keppnisleik eftir áramót, rétt eins og Orri Steinn Óskarsson.

Romano, sem þykir oftast áreiðanlegur, birti í gær færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann sagði að FCK væri með Bardghji í kælingu út af samningastöðu leikmannsins.

Hann sagði að Bardghji hefði engan áhuga á að skrifa undir langtímasamning við FCK og væri því ekki að spila. Núgildandi samningur hans rennur út undir lok árs 2025.

Tipsbladet hafði samband við FC Kaupmannahöfn vegna málsins en félagið harðneitar þessu.

„Þetta snýst ekkert um samninginn. Liðið er alltaf valið út frá íþróttalegum forsendum," sagði í svari FCK við fyrirspurn Tipsbladet.

Bardghji mun líklega ekki vera mikið lengur hjá FCK þar sem hann er eftirsóttur af stærstu félögum Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner