Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. mars 2021 09:36
Magnús Már Einarsson
Arnar Viðars: Lélegt hjá manni sem var landsliðsþjálfari
Icelandair
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, er ósáttur við ummæli fyrrum landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarsonar í hlaðvarpsþættinu Mike Show í gær.

Guðjón sagði þar að Gylfi Þór Sigurðsson væri fjarverandi í íslenska landsliðshópnum þar sem hann sagðist hafa heyrt að það væri ágreiningur á milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins.

„Ég held að það lýsi sér bara best hvar þessi umræða fer fram og hvernig hún fer fram," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net í Armeníu í dag.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Guðjóni Þórðarsyni sem þjálfara en ég ber enga virðingu fyrir svona ummælum. Þetta er gjörsamlega út í hött. Þau eru ósönn."

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá finnst mér þetta lélegt hjá manni sem hefur verið landsliðsþjálfari Íslands og veit hvað það er mikilvægt að við stöndum saman í þessu, ekki bara leikmennirnir og starfsfólkið heldur fjölmiðlamenn og allir Íslendingar. Við getum ekki náð árangri nema við stöndum öll saman, við erum lítil þjóð. Svona umræða út í bæ, ég ber enga virðingu fyrir henni."


Lengra viðtal við Arnar birtist á Fótbolta.net síðar í dag.
Arnar Viðars: Eru framtíðarleikmenn íslenska landsliðsins
Athugasemdir
banner
banner