Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 29. mars 2021 11:50
Hafliði Breiðfjörð
Yerevan
Valerenga sagði 1. mars að Viðar gæti ekki verið valinn
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Valerenga sagði við KSÍ í tölvupósti þann 1. mars að ekki væri mögulegt að fá Viðar Örn Kjartansson í komandi landsleiki miðað við þáverandi sóttvarnarreglur.

Mikið hefur verið rætt og ritað um Viðar undanfarna daga. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að Valerenga hafi bannað Viðari að vera í hópnum en norska félagið þvertók síðan fyrir þetta í dag.

Fótbolti.net hefur séð tölvupóst frá Valerenga til KSÍ sem var skrifaður 1. mars eftir að KSÍ óskaði eftir að hafa Viðar í stóra landsliðshópnum fyrir komandi verkefni. KSÍ hafði sent tölvupóst 28. febrúar með ósk um að velja Viðar í stóra hópinn fyrir komandi leiki.

Í tölvupóstinum stendur að með vísan með vísan í tímabundnur reglur FIFA hvað varðar að sleppa leikmönnum í landsleiki er sem stendur ekki mögulegt að leyfa Viðari Erni Kjartassyni að fara þar sem það myndi þýða sjö daga sóttkví þegar hann snýr aftur til Noregs.



Uppfært 12:48 - Systir Viðars hefur birt eftirfarandi færslu á Twitter:


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner