Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 29. maí 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Brendan Rodgers var með kórónaveiruna
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segist hafa fengið kórónaveiruna í mars, skömmu eftir að hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni.

Rodgers er búinn að jafna sig og er byrjaður að stýra æfingum hjá Leicester en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á ný 17. júní.

„Ég og konan mín fengum veiruna skömmu eftir að tímabilið var stöðvað. Viku síðar var ég í miklum vandræðum. Ég fann enga lykt né bragð," sagði Rodgers.

„Ég hafði engan styrk og ég átti mjög erfitt. Eiginkona mín líka. Ég fór í próf og við vorum bæði með þetta. Ég gat varla labbað."

„Þetta minnti mig á að klifra upp Kilamanjaro, þú áttir erfiðara með að anda eftir því sem þú komst hærra."

Athugasemdir
banner
banner
banner