Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júní 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Sveinn Sigurður í sóttkví
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Sigurður Jóhannesson, varamarkvörður Vals, var fjarri góðu gamni í 4-0 sigrinum á HK í gær.

Sveinn Sigurður er kominn í sóttkví og verður einnig fjarverandi gegn ÍA á föstudag og Víkingi R. í næstu viku.

„Ég held að hann sé í sóttkví og verði það næstu tólf dagana," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir leikinn gegn HK í gær.

Smit greindist hjá leikmanni Stjörnunnar fyrir helgi og allt liðið þar er í sóttkví.

Þá er Jón Arnar Barðdal, leikmaður HK, einnig í sóttkví en hann spilaði ekki gegn Val í gær.

Smit hafa einnig greinst hjá Breiðabliki og Fylki í Pepsi Max-deild kvenna.
Heimir Guðjóns: Seinni hálfleikurinn var okkur ekki til framdráttar
Athugasemdir
banner
banner
banner