Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júní 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Vonast til að Dion verði klár í Þórsleikinn
Dion meiddist á rist í leiknum gegn FH.
Dion meiddist á rist í leiknum gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þróttur hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni en í gær beið liðið lægri hlut gegn Grindavík.

Sóknarleikmaðurinn Dion Acoff hefur ekki spilað með Þrótti í þessum leikjum. Í tapinu gegn Leikni var hann nýkominn til landsins en meiðsli komu í veg fyrir að hann lék í gær.

„Hann meiddist aðeins á rist í FH-leiknum eftir spark. Hann var ekki orðinn nægilega góður til að taka þátt í þessum leik," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Þróttar, eftir leik í gær. Þróttur lék bikarleik gegn FH í síðustu viku.

„Við sjáum til hvort hann verði orðinn klár á fimmtudaginn."

Þróttur tekur á móti Þór á fimmtudagskvöld en Akureyrarliðið hefur unnið báða leiki sína.

Þróttarar börðust vel í leiknum í gær, tíu gegn ellefu eftir að Guðmundur Friðriksson fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik.

„Við höldum ótrauðir áfram. Ef við höldum svona áfram þá detta hlutirnir með okkur og ég trúi ekki öðru en að við förum að tína inn stig," sagði Gunnar.

Leikir vikunnar í Lengjudeildinni:

fimmtudagur 2. júlí
18:00 Þróttur R.-Þór (Eimskipsvöllurinn)

föstudagur 3. júlí
18:00 ÍBV-Víkingur Ó. (Hásteinsvöllur)
19:15 Fram-Afturelding (Framvöllur)
19:15 Keflavík-Leiknir R. (Nettóvöllurinn)
19:15 Magni-Leiknir F. (Grenivíkurvöllur)

laugardagur 4. júlí
14:00 Vestri-Grindavík (Olísvöllurinn)
Gunnar Guðmunds: Glórulaus dómur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner