Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 29. júlí 2021 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Milos stýrði Hammarby áfram - Björn Bergmann kom við sögu
Milos Milojevic er að gera góða hluti með Hammarby
Milos Milojevic er að gera góða hluti með Hammarby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Hammarby og Molde eru komin áfram í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Hammarby vann Maribor 1-0 í Slóveníu í kvöld en sænska liðið vann fyrri leikinn 3-1.

Milos Milojevic er þjálfari Hammarby en hann hefur farið virkilega vel af stað frá því hann tók við liðinu fyrr í sumar. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn í vörn Hammarby.

Norska liðið Mold er einnig komið áfram í næstu umferð þrátt fyrir 2-0 tap gegn svissneska liðinu Servette. Molde vann fyrri leikinn 3-0 og þarf því ekki að örvænta.

Björn Bergmann SIgurðarson, sem hefur verið meiddur síðustu mánuði, kom inn af bekknum á 58. mínútu.

Hammarby mætir Cukaricki frá Serbíu. Ákjósanlegt verkefni fyrir Milos og hans menn. Molde spilar við Trabzonspor frá Tyrklandi.
Athugasemdir
banner